Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi
fimmtudaginn 27. júní kl. 20:00-22:00.
Opin málaskrá, nýjustu tímaritin og góður félagsskapur.
Kaffi, te og meðlæti.
Flestir félagsmanna sem heimsóttu Ham Radio sýninguna í Friedrichshafen í Þýskalandi um helgina eru aftur komnir til landsins og ekki ólíklegt að þeir muni mæta í kaffi í Skeljanes og segja nýjustu fréttir.
Íslenski hópurinn var að þessu sinni alls 17 manns, þ.e. 13 leyfishafar og 4 makar.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!