Góð mæting var á opið hús í félagsaðstöðunni fimmtudaginn 27. júní. Sérstakur gestur var Daggeir Pálsson, TF7DHP, frá Akureyri.
Mikið var rætt um nýjungar sem kynntar voru á sýningunni í
Friedrichshafen sem haldin var um nýliðna helgi, en a.m.k. 17 Íslendingar sóttu
hana heim þetta árið. Margir gerðu góð kaup, bæði í sendistöðvum og mælitækjum.
M.a. er von á fyrstu Kenwood TS-890S stöðinni til landsins innan tíðar.
Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, sýndi nýjan búnað til
notkunar fyrir sambönd um gervitunglið Es’hail-2/P4A / Oscar 100. Umfjöllun um
hann og fleiri nýjungar á sýningunni verður í septemberhefti CQ TF.
Glæsilegar kaffiveitingar voru í boði TF7DHP þetta vel
heppnaða fimmtudagskvöld.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2019-06-28 21:03:252019-06-28 21:08:06Góð mæting í Skeljanes 27. júní
0replies
Leave a Reply
Want to join the discussion? Feel free to contribute!
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!