STANGARLOFTNET SETT UPP FYRIR TF3IRA
Sumarið er loftnetatíminn! Þeir Guðmundur Sigurðsson TF3GS, Georg Magnússon TF2LL og Óskar Sverrisson TF3DC mættu í Skeljanes 2. júlí eftir vinnu og settu upp New-Tronics Hustler 4-BTV stangarloftnet (vertíkal) fyrir TF3IRA.
Loftnetið vinnur á 10, 15, 20, 40 og 80 metrum. Gengið var frá uppsetningu á nýja festingu sem TF2LL smíðaði og hluta af radíölum (en þakið er ryðgað og menn telja tryggara að hafa mótvægið í lagi), auk þess sem netið var vel stagað. 4-BTV kemur í stað vertíkals sem féll og skemmdist í óveðri í nóvember s.l.
Eftir er að ganga frá eigintíðnistillingu og hluta af radíölum sem drifið verður í við fyrsta tækifæri. Framundan er jafnframt uppsetning á vírloftnetum fyrir 30, 40, 60, 80 og 160 metra böndin fyrir félagsstöðina. Stjórn félagsins þakkar þeim félögum gott framlag.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!