8. ÁGÚST, ÚRSLIT OG AFHENDING VERÐLAUNA
Úrslit í VHF/UHF leikunum 2019 verða kynnt í Skeljanesi, fimmtudaginn 8. ágúst, kl. 20:30, en ekki 1. ágúst eins og áður var auglýst.
Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, umsjónarmaður leikanna, mun fara yfir helstu niðurstöður. Hann mun m.a. skýra frá nýju Íslandsmeti í drægni á 23 cm bandinu sem sett var að þessu sinni.
Alls voru tæpir tveir tugir leyfishafa skráðir til þátttöku í leikunum sem fram fóru helgina 20.-21. júlí s.l. Það er jafn góð þátttaka og í fyrra (2018) – sem var besta þátttaka frá upphafi (2012).
Leikjasíðan verður opin til miðnættis Í kvöld (sunnudagskvöld) 28. júlí. Til þess tíma verður hægt að leiðrétta innsláttarvillur. Eftir það liggja úrslit fyrir og mun verðlaunaafhending fara fram í Skeljanesi, fimmtudaginn 1. ágúst.
Félagar, mætum tímanlega, veglegar kaffiveitingar.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!