VHF/UHF LEIKAR ÍRA 2019 – ÚRSLIT
Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, umsjónarmaður leikanna flutti stutta kynningu í Skeljanesi fimmtudaginn 8. ágúst. Þar kom m.a. fram, að 18 stöðvar skiluðu inn gögnum í ár, samanborið við 19 í leikunum í fyrra (2018).
Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður ÍRA, þakkaði TF8KY og hópnum frábæra vinnu við undirbúning leikanna. Hann afhenti síðan verðlaun félagsins fyrir 3 efstu sætin:
1. sæti, Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN, 2.408 heildarstig.
2. sæti, Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, 2.160 heildarstig.
3. sæti, Ólafur B. Ólafsson, TF3ML, 1.581 heildarstig.
Hrafnkell kynnti að lokum Íslandsmet í drægni á 23cm bandinu sem náðist í leikunum, en þeir TF3ML og TF8YY höfðu QSO á FM mótun á 1294,5 MHz frá fjallinu Búrfelli til Keflavíkur og var vegalengd 134 km. Í lokin ræddi Keli keppnisreglur og kynnti hugsanlegar breytingar, sem verða til þróunar fyrir næsta ár.
Alls mættu 23 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í blíðviðri í Vesturbænum.
(Niðurstöður verða birtar í heild í 4. tbl. CQ TF sem kemur út 30. september n.k.).
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!