Gjafir til félagsins
ÍRA hefur borist að gjöf tveir vandaðir stólar til notkunar í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Það var Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, sem færði félaginu þessa nytsömu gjöf fimmtudaginn 29. ágúst. Stólarnir koma í góðar þarfir og hefur verið fundinn staður í fundarsal á 1. hæð.
Sama dag komu Thomas W. Brooks, KE1R og XYL Rosemarie Bagioni, N1DSP í heimsókn í Skeljanes og færðu félaginu að gjöf bækurnar Guide to HF Data on FT8 & PSK using WSJT-X and Fldigi eftir Rob Walker, G3ZJQ og Energy Choices for the Radio Amateur eftir Bob Bruninga, WB4APR. Báðar eru nýjar á markaði og komu fyrst út á þessu ári, 2019. Þá færðu þau okkur ennfremur nýjustu útgáfurnar af QEX og NCJ tímaritunum sem eru gefin út af ARRL. Gjafirnar verða merktar og munu liggja frammi í Skeljanesi.
Stjórn ÍRA þakkar gefendunum góðar og nytsamar gjafir.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!