Góður áhugi á námskeiði til amatörprófs
Skráning á námskeið ÍRA til amatörprófs er í fullum gangi.
Námskeiðið verður haldið og hefst um miðjan október n.k. og lýkur fyrir jól. Eins og áður hefur komið fram, verður kennt á kvöldin tvo daga í viku í húsnæði Háskólans í Reykjavík.
Áhugasamir eru beðnir um að skrá nafn sitt og tölvupóstfang á “ira hjá ira.is”. Skráningu fylgir engin skuldbinding. Fyrirspurnum má beina á sama tölvupóstfang.
Skráning er opin til 11. október n.k.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!