Gjöf móttekin í fjarskiptaherbergi TF3IRA
Félagið tók á móti gjöf til félagsstöðvarinnar TF3IRA í dag, 23. september.
Það er YAESU SMB-201, sem er sérhönnuð borðfesting með innbyggðri viftu fyrir YAESU FT-7900E VHF/UHF stöð félagsins.
SMB-201 þarf ekki að skrúfa niður í borðplötuna því hún er búin sérstökum gúmmífótum, sem gerir stöð og festingu mjög stöðuga. Þá er kæliviftan í borðfestingunni mun stærri heldur en innbyggða viftan í stöðinni, þannig að vart heyrist í henni þegar hún fer í gang samanborið við þá minni.
Stjórn ÍRA þakkar góðan stuðning, en gefandi óskar að láta kallmerkis ekki getið.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!