,

AXEL SÖLVASON TF3AX ER LÁTINN

Axel Sölvason, TF3AX, hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað.

Bergur Axelsson, TF3BX, sonur hans, lét félaginu í té þær upplýsingar að Axel hafi látist á Hrafnistu í Reykjavík 15. október. Hann var á 88. aldursári, leyfishafi nr. 81.

Jarðarförin fer fram í Lindakirkju í Kópavogi 30. október kl. 11 árdegis.

Um leið og við minnumst Axels með þökkum og virðingu færum við fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur.

Fyrir hönd stjórnar,

Jónas Bjarnason, TF3JB,
formaður.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

19 − seven =