,

19. OKTÓBER – OPINN LAUGARDAGUR

Á morgun, laugardaginn 19. október verður svokallaður „opinn laugardagur“ í boði í félagsaðstöðunni í Skeljanesi, sem er nýjung á yfirstandandi vetrardagskrá.

Félagsmenn hafa – undir styrkri stjórn Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF1A, VHF stjóra ÍRA – unnið að uppsetningu og frágangi gervihnattabúnaðar félagsins til fjarskipta um Es’Hail-2/P4A / Oscar 100 gervitunglið. Stöðin er nú frágengin og verður til sýnis og prófunar á laugardag frá kl. 10:30-16:00 á tali, morsi og stafrænum tegundum útgeislunar.

Ari mun fræða okkur um þessa tegund fjarskipta og ennfremur sýna færanlega stöð til sambanda um tunglið, sem hann hefur m.a. prófað frá Akureyri og um síðustu vitahelgi, frá Knarrarósvita.

Félagsmenn eru hvattir til að koma við í Skeljanesi og fara í loftið. Kaffi verður á könnunni.

Stjórn ÍRA.

Glæsileg gervihnattastöð félagsins uppsett og tilbúin fyrir Es’Hail-2/P4A / Oscar 100 gervitunglið. Verkefninu lauk formlega 16. október s.l. Ljósmynd: Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A.

Myndin ver tekin í Skeljanesi 1. október s.l. eftir vinnu þegar þeir Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, VHF stjóri félagsins og Georg Kulp TF3GZ settu upp, tengdu og stilltu nýjan og stærri loftnetsdisk fyrir OSCAR 100 gervitunglið vegna fjarskipta frá TF3IRA. Ný diskurinn er úr trefjagleri (fíber) og 120cm að stærð. Ljósmynd: Óskar Sverrisson TF3DC.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

19 + twelve =