,

ÁNÆGJA MEÐ NÁMSKEIÐIÐ “FYRSTU SKREFIN”

Óskar Sverrisson, TF3DC, leiðbeindi á námskeiðinu: „Fyrstu skrefin, farið í loftið með leiðbeinanda“ sem var haldið í Skeljanesi fimmtudaginn 7. nóvember.

Námskeiðið er hugsað til að aðstoða menn við að byrja í loftinu, hvort heldur þeir eru með nýtt eða nýlegt leyfisbréf eða eldri leyfishafar. Hugmyndin er að skapa andrúmsloft sem er afslappað þar sem menn geta spurt spurninga og prófað sig áfram með reyndum leiðbeinanda til að öðlast öryggi í að fara í loftið.

Að þessu sinni voru þátttakendur tveir (en tveir til viðbótar þurftu að hætta við vegna vinnu) en reiknað er með fjórum að hámarki. Þegar tíðindamann bar að garði laust fyrir kl. 18:30 var verkefnið í fullum gangi, sbr. meðfylgjandi ljósmynd. Fyrirkomulag var þannig, að farið er yfir grundvallaratriði, s.s. reglugerðina og viðauka hennar, uppsetningu stöðvar og loftnets, tæknileg öryggisatriði, mikilvægi þess að hlusta, skráningu í fjarskiptadagbók o.fl. Síðan er farið yfir stillingar stöðvar á morsi, tali RTTY og FT8.

Þegar tíðindamaður yfirgaf staðinn var líflegt í fjarskiptaherbergi TF3IRA og menn afar ánægðir með námskeiðið. Þeir munu síðan mæta aftur á sama stað að viku liðinni og treysta sig enn frekar í fjarskiptum á böndunum.

Nemendur Óskars voru að þessu sinni þeir Sigurður Óskar Óskarsson, TF2WIN og Gunnar Bergþór Pálsson, TF-017, sem er einmitt nemandi á námskeiði félagsins til amatörprófs sem haldið er um þessar mundir.

Fjörugt í Skeljanesi. Frá vinstri: Sigurður Óskar Óskarsson TF2WIN, Óskar Sverrisson TF3DC leiðbeinandi og Gunnar Bergþór Pálsson TF3-Ø17. Fullbókað var á námskeiðið (sem miðast við fjóra), en tveir þurftu að hætta við vegna vinnu. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three × 4 =