Opið hús var í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 20. febrúar.
Að venju lágu nýjustu tímaritin frammi og margt rætt yfir kaffinu, m.a. um loftnet og sérhæfð viðtökunet (þ.á.m. Beverage On the Ground, BOG), jarðleiðni, mismunandi kóaxkapla og margt fleira. Þá kom í ljós að félagar eru í kauphugleiðingum og veltu menn m.a. fyrir sér Icom IC-7610, Kenwood TS-990S og Yaesu FTdx101D.
Einnig skoðuðu menn dót sem Hans Konrad Kristjánsson, TF3FG,
færði í hús með kveðju frá Bjarna Magnússyni, TF3BM, sbr. myndir.
Alls mættu 24 félagar í Skeljanes þetta ágæta febrúarkvöld.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!