,

OPIÐ Í SKELJANESI – EN VIÐBURÐUM FRESTAÐ

Á fundi í stjórn ÍRA í kvöld, 10. mars, var ákveðið að félagsaðstaðan í Skeljanesi verði opin áfram á fimmtudagskvöldum.

Hins vegar var ákveðið að fresta öllum öðrum viðburðum í auglýstri vetrardagskrá fram á haustið, frá og með deginum í dag.

Ástæðan er, ríkjandi aðstæður vegna útbreiðslu kórónaveiru sem veldur CONVID-19 sjúkdómi, sem breiðist hratt út en tilfellin hér á landi eru orðin alls 81. Mörg fimmtudagserindi í boði á vetrardagskrá hafa verið vinsæl og ekki óalgengt að um 40 manns hafi verið samankomnir og sitja þétt, þannig að smithætta getur verið fyrir hendi.

Það eru tilmæli stjórnar, að félagar sem hafa hug á að koma í Skeljanes á fimmtudagskvöldum, fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.

Það er von okkar að þessari ákvörðun fylgi ríkur skilningur.

Fyrir hönd stjórnar ÍRA,

Jónas Bjarnason, TF3JB
formaður

Myndin er af 14 MHz OptiBeam 4 staka Yagi loftneti TF3IRA í Skeljanesi. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

2 × five =