,

PÁSKALEIKAR 2020 NÁLGAST

Tilkynning til félagsmanna frá Hrafnkeli Sigurðssyni, TF8KY, umsjónarmanni páskaleikana:

Þá er stóra stundin að renna upp. Páskaleikar 2020 renna upp um næstu helgi.  Vika til stefnu!!!

Leikurinn byrjar á laugardag 11. apríl kl. 00:00 (eftir miðnætti föstudagskvöld) og endar sunndag (Páskadag) 12. apríl kl. 23:59.

Að venju verður “online” loggur og rauntíma stigaskráning sem uppfærist um leið og hvert samband er skráð og staðfest.  Hlekkurinn á síðuna verður kynntur síðar.

Notum HF / VHF / UHF og hvetjum til notkunar hærri tíðna í tilraunaskyni.

Leikurinn er alltaf í þróun og vegna fjölda áskoranna er verið að endurskoða stigareikninginn. Það er helst fólgið í að verðlauna langdræg sambönd betur en síðast en halda þó margfaldarakerfinu sem fyrir var.

Fyrirspurnir má senda á tölvupóstfangið “hrafnk hjá gmail.com”

73 de TF8KY.

Hrafnkell Sigurðsson TF8KY, umsjónarmaður Páskaleikana. Myndin var tekin á aðalfundi ÍRA 15. febrúar s.l. Ljósmynd: TF3JON.
Mynd af viðurkenningum félagsins fyrir bestan árangur í Páskaleikunum í fyrra (2019). Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

2 × one =