,

NORRÆN YOTA VIRKNI UM PÁSKANA

Erindi frá Elínu Sigurðardóttur, TF2EQ, Ungmennafulltrúa ÍRA:

Kæru félagsmenn:

Um páskahelgina, 10.-13. apríl, verður NOTA (Nordics On The Air) viðburðurinn í loftinu. Kallmerki landsfélagana á Norðurlöndum (með YOTA viðskeyti) verða virkjuð hvern páskadag. Það verður auglýst á samfélagsmiðlum (sjá vefslóðir neðar) hvenær hver stöð fer í loftið. Endilega reynið að ná sambandi við okkur eða láta heyra í ykkur í loftinu, ég stóla á ykkur!

Vala Dröfn, TF3VD og Oddný ætla að virkja TF3YOTA heiman að frá sér í Garðabæ, a.m.k. á annan í páskum (13. apríl). Frekari upplýsingar um þeirra virkni verður einnig auglýst á samfélagsmiðlum. Undirrituð, PA/TF2EQ verður QRV frá Hollandi á mánudag.

73, Elín TF2EQ.

www.ham-yota.com/nota-activation

http://www.facebook.com/hamyota/

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

fourteen + nine =