160 METRA BANDIÐ Í JAPAN
Japanskir radíóamatörar fengu í gær (21. apríl) uppfærðar tíðniheimildir á 160 metrum. Tíðnisvið þeirra eru nú: 1800–1810 kHz og 1825–1875 kHz; allar tegundir útgeislunar. Innifalið er m.a. SSB sem þeir hafa ekki haft áður á þessu bandi.
Hingað til hafa sambönd við Japan á bandinu, t.d. á FT8 samskiptahætti, farið fram á skiptri tíðni (e. split frequency) eins margar TF stöðvar hafa reynslu af. Þessi breyting mun hafa verulega einföldum í för með sér á þessu erfiða bandi.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!