,

SKELJANES OPNAR Á NÝ

Stjórn ÍRA samþykkti á fundi sínum í gær, 27. maí, að félagsaðstaðan í Skeljanesi verði opin frá og með fimmtudeginum 11. júní n.k. Þá verða liðnir réttir 3 mánuðir frá því síðast var opið, þann 12. mars s.l.

Ákvörðunin byggir á minnisblaði sóttvarnalæknis varðandi afléttingu takmarkana á samkomum vegna COVID-19 dags. 25. maí 2020. Ný skilgreining á tveggja metra reglu er, að hún geti verið val fólks. Þannig má fólk sitja eða standa þétt en bjóða þarf þeim sem það vilja að halda tveggja metra fjarlægð. Allir einstaklingar eru engu að síður hvattir til að viðhalda tveggja metra fjarlægðarreglu í samskiptum við aðra, eftir því sem aðstæður leyfa.

Um leið og við fögnum því að veiran er á undanhaldi og að óhætt er talið að opna félagsaðstöðuna á ný, eru það eru tilmæli stjórnar að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes á fimmtudagskvöldum, fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.

Velkomin í Skeljanes.

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

6 + 13 =