SKEMMTILEG SKILYRÐI – ALLT UPP Í 70 MHZ
Góð DX-skilyrði hafa verið undanfarna daga bæði á HF og VHF.
Efri böndin hafa verið vel opin á 17, 15, 12 og 10 metrum. Á „cluster“ má sjá að mörg TF kallmerki hafa haft áhugaverð DX-sambönd, m.a. TF1OL, TF2MSN, TF3GB, TF3VS, TF5B, TF6JZ og fleiri.
6 metra bandið verið líka verið spennandi; og eins og einn leyfishafi lýsti skilyrðunum þar, „…að 6 metrarnir hafi nánast verið opnir allan sólarhringinn að undanförnu“. TF1A, TF2MSN og TF8KY eru allir með ný loftnet á bandinu, þar af eru Óðinn og Hrafnkell báðir með stór 6el LFA Yagi loftnet frá InnovAntennas.
Spennandi opnanir hafa ennfremur verið á 4 metrum (70 MHz). Smári, TF8SM, birti t.d. mynd á FB síðum af skráningum á „cluster“ sem sýna sambönd 28. og 29. maí, m.a. við 9A, 9H1/9H4, DL, EA8, G (mörg kallsvæði), OX, PA og S5. Þess má geta að Smári er með nýtt Yagi loftnet á bandinu.
Radíóvitar TF3ML á Mýrum í Borgarfirði hafa sannað gildi sitt að undanförnu (eins og svo oft áður) og margar skráningar hafa borist inn á “cluster”. Þeir er á 6M (50.457 MHz) og 4M (70.057 MHz). Báðir nota sama kallmerki, TF1VHF.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!