,

SKELJANES OPNAR Á NÝ 11. JÚNÍ

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin á ný frá og með fimmtudeginum 11. júní.

Tólf vikna tímabilið frá 12. mars til 11. júní 2020 er líklega einstætt í nær 73 ára sögu ÍRA, en þessa þrjá mánuði var starfsemi félagsins haldið í lágmarki vegna COVID-19 faraldursins sem er af völdum svokallaðrar kórónaveiru, sem smitast milli manna og getur valdið alvarlegum veikindum.

Ákvörðunin um opnun félagsaðstöðunnar 11. júní, byggir á minnisblaði sóttvarnalæknis varðandi afléttingu takmarkana á samkomum vegna COVID-19 dags. 25. maí 2020. Ný skilgreining á tveggja metra reglu skiptir sköpum fyrir okkur, sem er að tveggja metra reglan geti verið val fólks. Þannig má fólk sitja eða standa þétt – en bjóða þarf þeim sem það vilja, að halda tveggja metra fjarlægð.

Stjórn ÍRA þakkar félagsmönnum frábæran stuðning og góðar tillögur á þessum tíma faraldurs – sem vonandi er brátt að baki. Áfram gilda þau tilmæli, að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes á fimmtudagskvöldum, fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.

Velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 × 5 =