YOTA VIRKNI FRÁ TF3IRA
Elín Sigurðardóttir, TF2EQ, ungmennafulltrúi ÍRA, tók þátt í YOTA (Youngsters On The Air) virkni á netinu í viku 26. Viðburðir voru hvorutveggja í boði í IARU Svæðum 1 og 2 og voru hugsaðir til að koma, a.m.k. að hluta til í stað YOTA viðburða, sem ýmist voru felldir niður eða frestað í vor/sumar vegna Covid-19.
Vikan endaði síðan á Svæði 2 (Bandaríkjunum) með kynningu á áhugamálinu þar sem ungu fólki var boðið að fá aðgang að búnaði leyfishafa til að ræða við aðra á HF böndunum. Elín tók þátt frá TF3IRA föstudaginn 26. júní.
Skilyrði voru ekki góð vestur um haf á þeim tíma sem Elín hafði til ráðstöfunar til fjarskipta (í gær), þótt frekar hafi ræst úr þegar nær dró kvöldmat. Hins vegar var mikið kallað á hana frá öðrum heimshlutum, sem endaði í miklu „pile-up“ og um 100 samböndum. Elín sagðist vonast eftir hagstæðari skilyrðum til Bandaríkjanna þegar næsti viðburður verður haldinn í júlí.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!