,

VHF/UHF LEIKUM 2020 ER LOKIÐ

Eftirfarandi orðsending barst frá Hrafnkeli Sigurðssyni, TF8KY, umsjónarmanni VHF/UHF leikanna sunnudaginn 12. júlí:

Kæru félagar! 

VHF/UHF leikunum er nú lokið. Enn eiga einhver QSO eftir að skila sér í kerfið. Eins og staðan er núna eru fyrstu þrjú sætin svona:

1. TF3ML, Ólafur Björn Ólafsson.
2. TF1OL, Ólafur Örn Ólafsson.
3. TF1JI, Jón Ingvar Óskarsson.

Vel gert! Mestar líkur eru á að þetta muni halda sér svona þótt stigatölur gætu breyst eitthvað.  Alls voru 19 kallmerki skráð í ár. Vefurinn verður opin fyrir leiðréttingar fram yfir næstu helgi. Tilkynnt verður um verðlaunaafhendingu síðar.

Takk fyrir þátttökuna!

73 de TF8KY.

Hrafnkell Sigurðsson TF8KY umsjónarmaður VHF/UHF leikana í leikunum í fyrra (2019). Ljósmynd: Björn Þór Hrafnkelsson TF8TY.
Kort af Íslandi með upplýsingum til viðmiðunar um staðsetningu samkvæmt reitakerfinu. Kort: Hrafnkell Sigurðsson TF8KY.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 × 1 =