FRÁBÆRAR FRÉTTIR, TF3RPE ER QRV
Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A; Georg Kulp, TF3GZ og Árni Þór Ómarsson, TF3CE gerðu góða ferð á fjallið Búrfell síðdegis í dag, sunnudaginn 26. júlí. Og nákvæmlega kl. 20:00 varð TF3RPE, Búri, QRV á ný.
Þetta eru frábærar fréttir. Þegar þetta er skrifað er endurvarpinn búinn að vera rúmt korter í loftinu og menn eru að ná sambandi allsstaðar að. Ari sagði, að samhliða viðgerð tækisins hafi verið farið yfir allar stillingar þannig að endurvarpinn sé nú jafn góður ef ekki betri en þegar hann var keyptur nýr.
Bestu þakkir til þeirra Ara, Georgs og Árna Þórs fyrir að drífa sig austur og koma Búra í loftið. Vel af sér vikið!
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!