,

ÁKVEÐIÐ AÐ LOKA Í SKELJANESI

Stjórn ÍRA ákvað í morgun, 4. ágúst, að félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verði lokuð frá og með deginum í dag og næstu tvo fimmtudaga, þ.e. 6. og 13. ágúst. Engin starfsemi verður í húsnæðinu á okkar vegum á þessum tíma, þar til annað verður ákveðið.

Ástæðan er ákvörðun heilbrigðisráðherra, sem er í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis, að takmarka samkomur enn frekar en áður, vegna hraðari útbreiðslu COVID-19 í samfélaginu. Ákvörðun ráðherra gildir fyrir tímabilið til miðnættis 13. ágúst. Nánar er vísað í upplýsingar í fjölmiðlum.

Meginvandi okkar er að tryggja áskilda 2 metra fjarlægð milli einstaklinga, sem ekki er gerlegt í Skeljanesi. Ef allt fer vel á besta veg verður auglýst opnun á ný 20. ágúst n.k.

Það er von okkar að þessari ákvörðun fylgi ríkur skilningur.

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 × 2 =