,

LOFTNETAMÁL TF3RPK Á SKÁLAFELLI

Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Ólafur B. Ólafsson TF3ML; Samúel Þór Hjaltalín TF3SUT og Árni Þór Ómarsson TF3CE gerðu ferð á Skálafell síðdegis 12. ágúst. Á dagskrá var, að koma loftneti endurvarpans TF3RPK í lag fyrir veturinn.

Í ljós kom, að fæðilína loftnetsins var verr á sig komin en menn höfðu talið, þannig að bráðabirgðaloftnetið sem sett var upp í ferð þeirra TF1A og TF3GZ á fjallið þann 30. júlí s.l., verður notuð áfram uns tækifæri gefst til að endurnýja kapalinn.

Að sögn Ara, voru aðstæður á fjallinu ekki þær hagstæðustu, rigning, vindur og 3°C lofthiti. Áætlað er að ljúka verkefninu í næstu ferð, sem farin verður fljótlega.

Á myndinni til vinstri má sjá Samúel Þór TF3SUT yfirfara kapalinn þar sem hann liggur upp í turninn úr kapalrennunni. Ljósmynd: Árni Þór TF3CE.

.

Ari les af RigExpert AA-1400 loftnetsgreininum. Niðurstaða: Skipta út kaplinum! Ljósmynd: Árni Þór Ómarsson TF3CE.
Á Skálafelli 12. ágúst áður en haldið var niður af fjallinu. Samúel Þór Hjaltalín TF3SUT, Ólafur B. Ólafsson TF3ML og Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A. Ljósmynd: Árni Þór Ómarsson TF3CE.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 × three =