TF3IRA FÆR NÝTT LOFTNET
Sunnudaginn 16. ágúst var mætt í Skeljanes eftir hádegið. Verkefni dagsins var að setja upp nýtt Diamond X-700HN VHF/UHF loftnet fyrir TF3IRA. Veður var eins og best verður á kosið, sól og vart ský á himni og lofthiti 20°C.
Nýja loftnetið er betur staðsett en það eldra, á röri fyrir miðju húsinu á austurhlið (sbr. ljósmynd). Á móti kemur að nota þarf lengri kapal (25 metra) sem er Ultraflex-10 af vandaðri gerð með N-tengjum. Verkefnið heppnaðist með ágætum, standbylgja 1.2 á báðum böndum og Búri er nú vel læsilegur í Skeljanesi (sbr. lesningu á mæli á ljósmynd).
Eldra netið, Diamond SX-200N var upphaflega sett upp 29. september 2018. Síðan fært á öflugri festingu 15. desember sama ár og loks flutt á nýja (hærri) festingu 11. maí 2019. Líklegt er að það megi gera við það og þá er hugmyndin að það notist við APRS stöð félagsins, TF3IRA-1Ø.
Bestu þakkir til þeirra Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF1A og Georgs Kulp, TFGZ fyrir vinnuframlag og verkefni vel úr hendi leyst.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!