,

SKELJANES OPNAR Á NÝ 17. SEPTEMBER

Stjórn ÍRA er ánægja að tilkynna að félagsaðstaðan verður opnuð á ný fimmtudaginn 17. september n.k. eftir sex vikna lokun frá 6. ágúst til 10. september vegna COVID-19.

Ákvörðun um opnun í Skeljanesi var samþykkt á stjórnarfundi 8. september s.l., og byggir á reglugerð heilbrigðisráðherra dags. 3. september. Stjórn ÍRA þakkar félagsmönnum stuðning á þessum tíma faraldurs – sem vonandi er brátt að baki.

Góður félagsskapur, nýjustu tímaritin, kaffi, te og meðlæti. QSL stjóri tæmir pósthólfið á miðvikudag og verður búinn að flokka innkomin kort.

Áfram gilda þau tilmæli, að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes á fimmtudagskvöldum, fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra. Handspritt og andlitsgrímur af viðurkenndri tegund eru í boði á staðnum.

Velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

seventeen − five =