,

GREINASAFN REF ER KOMIÐ Á NETIÐ

Landsfélag radíóamatöra í Frakklandi (REF) hefur ákveðið að bjóða radíóamatörum um allan heim opinn aðgang að greinasafni félagsins.

Um er að ræða mikið af áhugaverðu efni, m.a. um fræðin og fjarskiptin, s.s. skilyrðin, loftnet (á HF, VHF og hærri tíðnum), fæðilínur, mismunandi tegundir útgeislunar, fjarskipti um gervitungl, m.a. QO-100 og margt fleira.

Greinasafnið er á frönsku, en einnig má kalla það fram í enskri þýðingu með því að slá inn meðfylgjandi vefslóð. Þess má geta að systurfélag okkar í Frakklandi, L’association Réseau des Émetteurs Français (REF) var stofnað árið 1925.

ÍRA þakkar REF fyrir boðið sem hér með er komið á framfæri við félagsmenn.

Stjórn ÍRA.

https://publications.r-e-f.org/

https://tinyurl.com/FranceREF

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

seventeen − 15 =