,

VIÐTÆKIÐ Í BLÁFJÖLLUM KLÁRT

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A og Georg Kulp, TF3GZ gerðu góða ferð í Bláfjöll 15. október.

Verkefni dagsins var að ganga endanlega frá nýju LW loftneti sem sett var upp á fjallinu 8. október s.l. fyrir KiwiSDR viðtæki TF3GZ sem þar er staðsett.

Viðtækið, sem upphaflega var sett upp þann 27. júní s.l., er nú laust við truflanir en mikið RF svið er á staðnum. Lausnin var m.a. að setja sérstaka síu á loftnetið. Viðtækið hefur nú truflanafría viðtöku á tíðnisviðinu frá 1,6 til 30 MHz.

Þakkir til þeirra félaga Ara og Georgs fyrir dugnaðinn og frábært framlag. Gott viðtæki yfir netið á þessum stað er mikilvæg viðbót fyrir radíóamatöra sem gera tilraunir í þessum tíðnisviðum, auk hlustara og allra sem hafa áhuga á útbreiðslu radíóbylgna.

Stjórn ÍRA.

.

Bent er á áhugaverða grein Ara um viðtæki yfir netið í nýjasta hefti CQ TF, bls. 41. Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2020/09/cqtf_34arg_2020_04tbl.pdf

.

Á myndinni til vinstri má sjá síuna sem rætt er um í textanum: Mynd: TF3GZ.

Frágangur á LW loftnetinu uppi í turninum. Unun’in er fest á þverslána. Ljósmynd: Georg Kulp TF3GZ.
Unun frá Ultimax 100 er notuð til að taka sýndarviðnámið niður í fæðipunkti fyrir viðtækið. Ljósmynd: Georg Kulp TF3GZ.
Mynd úr tengikassanum fyrir KiwiSDR viðtækið í Bláfjöllum. Ljósmynd: Georg Kulp TF3GZ.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five − 5 =