TF3IRA FÆR VIÐURKENNINGAR
Nýlega voru kynntar uppfærðar niðurstöður fyrir TF kallmerki hér á síðunni hvað varðar nokkrar af eftirsóttustu viðurkenningum radíóamatöra.
Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri félagsins hefur upplýst, að félagsstöðin TF3IRA geti nú sótt um tvær af þessum viðurkenningum. Það eru:
5 banda DXCC frá ARRL (5BDXCC);
5 banda WORKED ALL ZONES frá CQ; 5BWAZ (167 svæði).
Til viðbótar er einsbands WAZ, „Mixed“ á 20 metrum.
Gengið verður frá umsóknum á næstunni.
Stjórn ÍRA.
.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!