NEYÐARFJARSKIPTI Á 80 OG 40 METRUM
ÍRA hafa borist upplýsingar um að tíðnir á 80 metrum og 40 metrum hafa verið teknar til notkunar fyrir neyðarfjarskipti eftir jarðskjálftann (6.4 á Richter) sem varð í Petrinja í Króatíu í hádeginu í dag, 29. desember, u.þ.b. 50 km frá höfuðborginni Zagreb. Skjálftans var jafnframt vart í nágrannalöndum.
Tíðnirnar eru: 3.675 MHz og 7.125 MHz. Þess er farið á leit að íslenskir radíóamatörar taki tillit til þessara forgangsfjarskipta, a.m.k. næstu daga.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!