FERÐ Í BLÁFJÖLL 29. JANÚAR
.
.
Georg Kulp, TF3GZ gerði góða ferð í Bláfjöll í dag, 29. janúar.
Verkefnið var að hækka og snúa loftneti VHF endurvarpans TF3RPB, til að reyna að losna við truflanir sem hafa komið inn á stöðina að undanförnu, en mikið RF svið er á fjallinu og þegar ísing er mikil ber meira á truflunum.
Loftnetið var hækkað u.þ.b. um ¼ λ og gerð breyting á bestri stefnu, ca. úr norðaustri í austur.
Georg var ánægður með ferðina og sagði að nú þurfi félagarnir að vera duglegir að prófa endurvarpann til að staðfesta að truflanir hafi minnkað/horfið og verkefnið hafi tekist.
Bestu þakkir til Georgs fyrir ferð á fjallið um hávetur.
Stjórn ÍRA.
.
.
.
.
.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!