,

S55ZMS ER NÝR RADÍÓVITI Á 40 MHZ

Nýr radíóviti, S55ZMS, er virkur á 40.570 MHz á 8 metra bandi.  Hann sendir út á morsi og PI4 stafrænni mótun.

Vitinn varð virkur 9. febrúar 2021. Sendiafl er 7W og loftnet er láréttur tvípóll. Loftnet vitans er staðsett á einum af loftnetsturnum keppnisstöðvarinnar S53M í norðausturhluta Slóveníu.

Þetta er fjórði radíóvitinn á 8 metrum, sbr. grein Guðmundar Sigurðssonar, TF3GZ um 40 MHz bandið sem birtist í 1. tbl. CQ TF 2021, bls. 41. http://www.ira.is/wp-content/uploads/2021/01/cqtf_35arg_2021_01tbl.pdf

Myndin er af loftnetsaðstöðu keppnisstöðvarinnar S53M í Slóveníu þar sem S55ZMS hefur aðstöðu. Ljósmynd: RTV Club S53M.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 × five =