,

GÓÐ MÆTING Í SKELJANES 25. FEBRÚAR

Það var góð mæting og létt yfir mannskapnum fimmtudagskvöldið  25. febrúar í Skeljanesi.  Umræður voru í hverju horni og áhugamálið í brennidepli. Mikið var rætt um loftnet, viðhald þeirra og uppsetningu enda vortilfinning  eftir léttan vetur og milt veður hingað til.

Margir voru að skila af sér kortum eða sækja innkomin kort og voru að hitta mann og annan, auk þess sem verðlaun og viðurkenningar ÍRA vegna viðburða á vegum félagsins á árinu 2020 voru til afhendingar. Alls mættu 19 félagar og 1 gestur í félagsaðstöðuna í Skeljanesi þetta ágæta fimmtudagskvöld í mildu rigningarveðri í vesturbænum í Reykjavík.

Ólafur Örn Ólafsson TF1OL tók þátt í öllum þremur viðburðum ÍRA á árinu 2020. Hann náði framúrskarandi góðum árngri og varð í 1. sæti í TF útileikunum. Í verðlaun var ágrafinn veggplatti og sértakt viðurkenningarskjal fyrir árangurinn. Þá varð Ólafur í 2. sæti í VHF/UHF leikum félagsins. Í verðlaun var vandaður verðlaunagripur. Hann hlaut að auki sérstakar viðurkenningar félagsins fyrir bestu ljósmyndina í leikunum og fyrir skemmtilegustu færsluna á Facebook.
Frá vinstri: Einar Kjartansson TF3EK (heldur á viðurkenningarskjali fyrir 2. sætið í TF útileikunum 2020), Mathías Hagvaag TF3MH, Baldvin Þórarinsson TF3-033, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A (standand), Ólafur B. Ólafsson TF3ML, Ólafur Örn Ólafsson TF1OL og Wilhelm Sigurðsson TF3AWS (með bak í myndavél). Á myndinni er Óli (TF3ML) að skoða VHF magnara sem Ari (TF1A) hafði með sér í Skeljanes til að sýna félögunum.
Frá vinstri: Mathías Hagvaag TF3MH (bak í myndavél), Baldvin Þórarinsson TF3-033, Ólafur B. Ólafsson TF3ML, Ólafur Örn Ólafsson TF1OL, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Einar Kjartansson TF3EK, Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson TF3VS og Georg Kulp TF3GZ.
Alltaf er áhugi á radíódóti. Frá vinsti: Georg Kulp TF3GZ, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Benedikt Sveinsson TF3T, Einar Kjartansson TF3EK (bak í myndavél) og Valgeir Pétursson TF3VP. Ljósmyndir: TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

six + fourteen =