ÁGÆT MÆTING Í SKELJANES 4. MARS
Það var ágæt mæting og létt yfir mannskapnum í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 4. mars. Daggeir Pálsson, TF7DHP, félagsmaður okkar frá Akureyri var sérstakur gestur. Þá kom Hans Konrad Kristjánsson, TF3FG færandi hendi með radíódót, auk þess sem menn sóttu og komu með kort til útsendingar til QSL stofunnar.
Mikið var rætt um loftnet og skilyrðin almennt og sérstaklega í ljósi truflana vegna segulstorma að undanförnu, VHF endurvarpa, mismunandi gæði fæðilína, tæknina og heimasmíðar.
Alls mættu 14 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í mildu veðri í vesturbænum í Reykjavík.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!