,

SKELJANES FIMMTUDAG 11. MARS

Ágæt mæting var og létt yfir mönnum í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 11. mars.

Menn færðu kort í hús, en seinkuð áramótahreinsun hjá QSL stofu félagsins vegna Covid-19 faraldursins gerði það að verkum, að frestur hafði verið framlengdur til 11. mars.

Mathías Hagvaag, TF3MH, QSL stjóri félagsins, sagðist vilja árétta að kort félagsmanna væru send erlendis, jafnt og þétt allt árið. Í áramótahreinsun væri hins vegar „hreinsað út“, þ.e. öll kort væru póstlögð til landa þar sem ekki hefði náðst nægur kortafjöldi upp í lágmarksvigt.

Alls mættu 12 félagar  í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í frostléttu veðri í vesturbænum í Reykjavík.

Skeljanesi 11. mars. Frá vinstri: Mathías Hagvaag TF3MH, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Óskar Sverrisson TF3DC, Garðar Valberg Sveinsson TF8YY, Sigmundur Karlsson TF3VE og Jón Björnsson TF3PW. Ljósmynd: Georg Kulp TF3GZ.
Alltaf er áhugi á radíódóti. Jón Björnsson TF3PW og Haukur Konráðsson TF3HK. Ljósmynd: Óskar Sverrisson TF3DC.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four × 2 =