KIWISDR VIÐTÆKI FLYTUR
KIWISDR VIÐTÆKI FLYTUR
Ákveðið var í gær, 18. apríl, að flytja KiwiSDR viðtækið sem hefur verið vistað í fjarskiptaaðstöðu ÍRA í Skeljanesi frá 12. desember s.l. Nýtt QTH er hjá Erling Guðnasyni, TF3E, í Álftamýri í Reykjavík. Loftnet: Cushcraft MA6V stangarloftnet (14-54 MHz). Viðtækið verður vistað þar í nokkurn tíma uns það verður flutt á endanlegt QTH í Reykjanesbæ. Vefslóð er óbreytt: http://ira.utvarp.com
Hin tvö viðtækin sem eru virk í dag (yfir netið) eru staðsett á Bjargtöngum í Vesturbyggð og á Raufarhöfn. Vefslóðir: Bjargtangar: http://bjarg.utvarp.com Raufarhöfn: http://raufarhofn.utvarp.com
Þakkir til Erlings TF3E að taka að sér viðtækið, til Georgs TF3GZ fyrir að lána viðtækið og til Ara TF1A fyrir að annast flutning og uppsetningu á nýjum stað. Viðtæki yfir netið með staðsetningu hér á landi eru mikilvæg fyrir radíóamatöra sem gera tilraunir í tíðnisviðinu frá 10 kHz til 30 MHz, auk hlustara og allra sem hafa áhuga á útbreiðslu radíóbylgna.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!