,

FIMMTUDAGSOPNUN OG NÁMSKEIÐ Í GANG

Í ljósi þess að heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja gildistíma reglugerða um takmarkanir á samkomum og skólastarfi til 12. maí n.k., verður félagsaðstaðan í Skeljanesi opin fimmtudaginn 6. maí kl. 20-22.

Þá verður námskeiði ÍRA til amatörprófs framhaldið mánudaginn 10. maí n.k. samkvæmt uppfærðri dagskrá.

Grímuskylda er í húsnæðinu ásamt þeirri kvöð að leitast verði við að halda nálægðarmörkum. Aðgangur að herbergi QSL stofu á 2. hæð verður takmarkaður við 1 félaga og fjarskiptaherbergi verður lokað.

Vegna Covid-19 er þess farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.

Velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Minnisbla%c3%b0%20a%c3%b0ger%c3%b0ir%20innanlands%2005052021.pdf

Úr fundarsal í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Ljósmynd: TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 × 5 =