OPIÐ Í SKELJANESI FIMMTUDAG 20. MAÍ
Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 20. maí frá kl. 20:00. Ákvörðun um opnun byggir á heimild í reglugerð heilbrigðisráðherra um tilslökun á samkomuhaldi á tímabilinu 10.-26. maí n.k.
Grímuskylda er í húsnæðinu ásamt þeirri kvöð að leitast verði við að halda nálægðarmörkum. Aðgangur að herbergi QSL stofu á 2. hæð verður takmarkaður við 1 félaga og fjarskiptaherbergi verður lokað.
Vegna Covid-19 er þess farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.
Velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!