,

GÓÐ STEMNING Í SKELJANESI

Það var ágæt mæting og létt yfir mannskapnum í félagsaðstöðunni á báðum hæðum í Skeljanesi fimmtudaginn 27. maí.

Fjarskiptaherbergi TF3IRA var opið í fyrsta skipti í tæpt ár (vegna Covid-19) en mest 3 félagar máttu vera í húsnæðinu þar samtímis en 2 félagar í herbergi QSL stofunnar.

Mikið var rætt um loftnet og skilyrðin almennt og sérstaklega í ljósi truflana vegna segulstorma að undanförnu, útbreiðslu í VHF og UHF tíðnisviðunum og mismunandi gæði fæðilína. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, færði á staðinn tvö splunkuný „all mode“ ferðaviðtæki, Malahit-DSP (50 kHz til 2 GHz) og Belka DX (1,5-31 MHz). Lítil fyrirferð, góð tæknileg geta og ótrúlega góð hljómgæði.

https://www.ebay.co.uk/i/124304550353?chn=ps
https://swling.com/blog/2021/04/fenus-assessment-of-the-belka-dx-dsp/

Alls mættu 15 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í mildu sumarveðri í vesturbænum í Reykjavík.

Aldrei skortir umræður við stóra fundarborðið. Frá vinstri: Mathías Hagvaag TF3MH (bak í myndavél), Sigurður Elíasson TF3-044, Eiður Kristinn Magnússon TF1EM og Baldvin Þórarinsson TF3-033.
Georg Kulp TF3GZ og Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A skoða Belka DX og Malahit-DSP ferðaviðtækin í fjarskiptaherbergi TF3IRA.
Í loftnetaumræðum í leðursófasettinu. Wilhelm Sigurðsson TF3AWS og Hrafnkell Sigurðsson TF8KY.
Að venju var Lavazza kaffi og meðlæti í boði þetta ágæta fimmtudagskvöld. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 + two =