,

PRÓF PFS TIL AMATÖRLEYFIS 5. JÚNÍ

Amatörpróf Póst- og fjarskiptastofnunar verða haldin í félagsaðstöðu ÍRA við Skeljanes í Reykjavík laugardaginn 5. júní 2021 sem hér segir:

10:00 – 12:00 Raffræði og radíótækni.
13:00 – 15:00 Reglur og viðskipti.
15:30 – Prófsýning.

Almenn skráning í prófið fer fram með tölvupósti, sem senda skal á bæði þessi netföng hjá Póst- og fjarskiptastofnun: hrh hjá pfs.is og bjarni hjá pfs.is með efnisorðinu “prófskráning”. Tilkynningu um þátttöku þarf að senda fyrir 3.  júní.

ÍRA sendir inn lista fyrir þá sem eru skráðir á yfirstandandi námskeiði hjá félaginu, sem er nú í gangi. Prófið er opið öllum og því ekki er nauðsynlegt að hafa setið námskeið til undirbúnings. Fyrirspurnir eru velkomnar á netfangið ira hjá ira.is

Eftirfarandi úrræði (annað eða hvoru tveggja) eru í boði ef um þau er beðið með 2ja daga fyrirvara: (a) Litaður pappír, fölgrænn eða drapplitur og (b) stækkun í A3. Senda þarf tölvupóst á Kristinn Andersen TF3KX: kristinn1 hjá gmail.com

1) Notið einfaldar reiknivélar, sem augljóslega geta ekki geymt gögn.
2) Hafið með ykkur blýanta, strokleður og reglustiku (!) sem hentar reiknigrafi.
3) Endanleg einkunn kemur frá PFS á uppgefið netfang, annars heimilisfang.
4) Gætið þess að hvoru tveggja sé greinilega skrifað.
5) Rissblöðum er ekki útbýtt, notið auðu hliðar prófblaðanna.

Með ósk um gott gengi,
Prófnefnd ÍRA.

Myndin frá prófi Póst- og fjarskiptastofnunar til amatörleyfis 4. desember 2019. Próf PFS til amatörleyfis þann 5. júní n.k. er það fyrsta sem haldið hefur verið í eitt og hálft ár vegna Covid-19 faraldursins. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 + twenty =