,

SUNNUDAGUR Í SKELJANESI

Fjarskiptaherbergi TF3IRA var opnað á ný s.l. fimmtudag eftir að hafa verið lokað í tæpt 1 ár vegna Covid-19. Það var því ekki seinna vænna að gera „sjakkinn“ kláran (þótt aðeins þrír félagar megi vera þar samtímis…a.m.k. um sinn). Það var vaskur hópur sem mætti til verka eftir hádegið á sunnudag: Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A; Georg Kulp, TF3GZ og Jónas Bjarnason, TF3JB. Eftirfarandi var gert:

  • Kenwood TS-2000 gervihnattastöð TF3IRA var yfirfarin sem og allar tengingar við diskloftnetið. Allt reyndist í góðu lagi, þ.e. kaplar og tengingar, þ.m.t. „transverter“ og fylgibúnaður. Sendiafl mælist hins vegar of lágt og telur Ari líklegast að bilun sé í tengi við GHz sendinetið. Verður kannað næstu daga.
  • Georg setti upp Diamond SX-200N VHF/UHF húsloftnetið við Icom IC-208H APRS stöð félagins, TF3IRA-1Ø (í stað J-póls loftnets). 200 netið var áður í notkun við félagsstöðina,  en hafði bilað og var nú viðgert af Ara.
  • Ari og Georg skiptu um „ethernet switch“ í herberginu. Netgear rofinn er fjölhæfari og hraðvirkari, auk þess að vera skermaður. Við breytinguna hurfu truflanir á 14 MHz (og HF) sem áður hafa „plagað“ fjarskiptin frá félagsstöðinni.
  • Þeir félagar grisjuðu ennfremur [og skiptu um] snúrur og settu skermaðar að baki fjarskiptaborða A og B. Góð breyting tæknilega en einnig útlitslega.
  • Georg endurstillti og uppfærði föstu tíðnirnar í Yaesu FT-7900E VHF/UHF stöðinni. Mikill munur, því nú eru endurvarparnir rétt merktir á stöðinni.
  • Icom C-7610 þarfnast hugbúnaðaruppfærslu úr 1.20 í 1.30. Ekki vannst tími til uppfærslunnar en verður gert næstu daga. Icom IC-7300 stöð félagsins fékk hugbúnaðaruppfærslu í 1.40 fyrir tveimur vikum.

Þakkir frá stjórn ÍRA til Ara Þórólfs Jóhannessonar TF1A og Georgs Kulp TF3GZ fyrir frábært vinnuframlag.

Kenwood TS-2000 gervihnattastöð TF3IRA sendir út of lítið afl á 2.4 GHz. Allsherjar bilanagreining var framkvæmd og er líklegast að um bilun sé að ræða í SMA-tengi við GHz loftnetið (úti við loftnetsdiskinn).
Eitt af mælitækjunum við bilanagreininguna: Rhode & Schwartz tíðnirófsgreinir sem nær upp í 6 GHz.
Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A og Georg Kulp TF3GZ “grisja” og skipta út millisnúrum (fyrir skemaðar) að baki fjarskiptaborðs “B”.
Ethernet “switch’inn” er frá Netgear. Hann er mun hraðvirkari heldur en sá eldri, auk þess sem hann er vel skermaður og er gerður fyrir fleiri tengingar.
Georg Kulp TF3GZ forritar rásir endurvarpanna á VHF og UHF tíðnum í Yaesu FT-7900E stöð TF3IRA. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

one × 2 =