SUNNUDAGUR Í SKELJANESI
Fjarskiptaherbergi TF3IRA var opnað á ný s.l. fimmtudag eftir að hafa verið lokað í tæpt 1 ár vegna Covid-19. Það var því ekki seinna vænna að gera „sjakkinn“ kláran (þótt aðeins þrír félagar megi vera þar samtímis…a.m.k. um sinn). Það var vaskur hópur sem mætti til verka eftir hádegið á sunnudag: Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A; Georg Kulp, TF3GZ og Jónas Bjarnason, TF3JB. Eftirfarandi var gert:
- Kenwood TS-2000 gervihnattastöð TF3IRA var yfirfarin sem og allar tengingar við diskloftnetið. Allt reyndist í góðu lagi, þ.e. kaplar og tengingar, þ.m.t. „transverter“ og fylgibúnaður. Sendiafl mælist hins vegar of lágt og telur Ari líklegast að bilun sé í tengi við GHz sendinetið. Verður kannað næstu daga.
- Georg setti upp Diamond SX-200N VHF/UHF húsloftnetið við Icom IC-208H APRS stöð félagins, TF3IRA-1Ø (í stað J-póls loftnets). 200 netið var áður í notkun við félagsstöðina, en hafði bilað og var nú viðgert af Ara.
- Ari og Georg skiptu um „ethernet switch“ í herberginu. Netgear rofinn er fjölhæfari og hraðvirkari, auk þess að vera skermaður. Við breytinguna hurfu truflanir á 14 MHz (og HF) sem áður hafa „plagað“ fjarskiptin frá félagsstöðinni.
- Þeir félagar grisjuðu ennfremur [og skiptu um] snúrur og settu skermaðar að baki fjarskiptaborða A og B. Góð breyting tæknilega en einnig útlitslega.
- Georg endurstillti og uppfærði föstu tíðnirnar í Yaesu FT-7900E VHF/UHF stöðinni. Mikill munur, því nú eru endurvarparnir rétt merktir á stöðinni.
- Icom C-7610 þarfnast hugbúnaðaruppfærslu úr 1.20 í 1.30. Ekki vannst tími til uppfærslunnar en verður gert næstu daga. Icom IC-7300 stöð félagsins fékk hugbúnaðaruppfærslu í 1.40 fyrir tveimur vikum.
Þakkir frá stjórn ÍRA til Ara Þórólfs Jóhannessonar TF1A og Georgs Kulp TF3GZ fyrir frábært vinnuframlag.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!