ÁGÆT MÆTING Í SKELJANES 3. JÚNÍ
Ágæt mæting var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi í gær, 3. júní, þrátt fyrir skertan opnunartíma þar sem salurinn var upptekinn til kl. 21 vegna upprifjunartíma hjá þátttakendum á námskeiði ÍRA til amatörleyfis, en próf Póst- og fjarskiptastofnunar til amatörleyfis verður haldið á morgun, 5. júní.
Fjarskiptaherbergi TF3IRA var m.a. opið annan fimmtudaginn í röð, en þurft hefur að halda því lokuðu vegna Covid-19 næstum því í heilt ár. Einnig var herbergi QSL stofunnar opið.
Líkt og fram hefur komið, endurforritaði Georg Kulp, TF3GZ, og uppfærði föstu tíðnirnar nýlega í Yaesu FT-7900E VHF/UHF stöð félagsins. Mikill munur er, því nú eru endurvarparnir rétt merktir á stöðinni. Vegna fyrirspurna í gærkvöldi um röðun VHF og UHF tíðna er birt tafla (sjá neðar) sem Georg setti upp fyrir stöð félagsins.
Alls mættu 14 félagar og 2 gestir í Skeljanes þetta vindasama en ágæta sumarkvöld í vesturbænum í Reykjavík.
.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!