,

LOFTNETAVINNA Í SKELJANESI

Georg Kulp, TF3GZ átti tíma aflögu laugardaginn 26. júní, kom við í Skeljanesi og setti upp loftnet fyrir TF3IRA á 160 metrum. Loftnetið er 78 metra langt vírnet; endafædd hálfbylgja. Það var keypt tilbúið frá HEC fyrirtækinu, gerð „HyEndFed 160 Meter Monoband“.

Loftnetið er lagt frá húsinu út í turninn og fer þaðan í 45° (eilítið niðurhallandi) í austurátt þar sem það er fest í 4 metra hátt vatnsrör sem var reist með samsíðafestingu við einn af  girðingarstaurunum sem þarna eru.

Jónas Bjarnason, TF3JB varð samferða Georg í Skeljanes sunnudaginn 27. júní þegar gengið var frá fæðingu á loftnetinu og tengingu inni í fjarskiptaherberginu. Standbylgja mældist 2,2 á 1810 kHz. Prófað var að hlusta eftir merki frá TF3IRA á morsi á 1825 kHz í KiwiSDR viðtækinu á Látrabjargi og mældist merkið S9 á mæli þar (sendiafl TF3IRA var 10W).

Loftnetið kemur í réttri lengd (78 metrar) fyrir lægstu tíðnina á 160 metrum (1810 kHz). Stytta má þá lengd (ef þarf) og færir hver metri sem klipptur er af „resónans“ upp um 100 kHz. Næstu skref eru að sjá hvaða áhrif það hefur að auka fjarlægðina frá vír út í turn og hækka endastólpann ca. í 6 metra. Uppgefin bandbreidd er 140 kHz.

Stjórn ÍRA þakkar Georg Kulp, TF3GZ fyrir frábært vinnuframlag.

Tengikassanum fyrir nýja 160 metra loftnetið var komið upp nærri öðrum glugganum á fjarskiptaherberginu.
Georg gengur frá tengingum.
Gengið frá fæðilnunni í loftnetskassann.
Sent var “test de TF3IRA” á morsi frá félagsstöðinni á 10W á 1835 kHz og var merkið S9 á KiwiSDR viðtækið á Látrabjargi.
Georg Kulp TF3GZ í símanum eftir að komið var ofan af þaki og verkefni dagsins í höfn. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

19 − thirteen =