,

FJARSKIPTASTOFA BYRJAR 1. JÚLÍ

Í dag, 1. júlí 2021, taka gildi ný lög um Fjarskiptastofu. Leysa þau af hólmi eldri lög um Póst- og fjarskiptastofnun (sem tók til starfa 1. apríl 1997). 

Helstu nýmæli laganna eru nýtt nafn á stofnunina, ákvæði um netöryggissveitina, ákvæði er varða öryggi og almannavarnir, skýrari heimildir til að greina stöðu fjarskiptaneta og gera útbreiðsluspár fyrir háhraðanet og ný ákvæði um framþróun, rannsóknir, þróunarstarf og nýsköpun svo eitthvað sé nefnt.

Samskipti radíóamatöra verða óbreytt við Fjarskiptastofu frá því sem var við Póst- og fjarskiptastofnun.

Stjórn ÍRA óskar nýrri stofnun velfarnaðar.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 × four =