ENDURVARPINN TF2RPJ KOMINN Í LAG
2 metra FM endurvarpinn TF2RPJ á Álftanesi á Mýrum sem hafði verið úti að undanförnu, varð QRV á ný föstudaginn 2. júlí.
Í samráði við Ara Þórólf Jóhannesson, TF1A kom Georg Kulp, TF3GZ við í fjarskiptahúsinu á Álftanesi á Mýrum í viðgerðarleiðangri í gær. Georg hafði varaaflgjafa meðferðis ef þurft hefði á að halda. Í ljós kom, að aðeins þurfti að endurræsa stöðina. TF2RPJ vinnur á 145.750 MHz (QRG inn -0,6 MHz) og notar 88,5 Hz tón inn.
Loftnetið fyrir TF2RPJ er staðsett í 26 háum turni þar á staðnum sem jafnframt hýsir loftnet fyrir radíóvitana á 6 metrum (50.457 MHz) og 4 metrum (70.057 MHz).
Þakkir til þeirra félaga TF1A og TF3GZ fyrir verkefni vel úr hendi leyst.
Stjórn ÍRA.
.
Loftnetsturninn í Álftanesi á Mýrum hýsir loftnetin fyrir endurvarpann TF2RPJ og radíóvitana TF1VHF á 50 MHz og á 70 MHz (en sama kallmerkið, TF1VHF er notað fyrir báða radíóvitana). Ef vel er að gáð má sjá Samúel, TF3SUT, uppi í turninum. Ljósmynd: TF1A.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!