,

TÝNDU BLÖÐIN FRÁ 1997, 1998 OG 2004

Fyrir nokkru kom í ljós að 6 tölublöð CQ TF vantaði á söfnunarsíðu félagsblaðsins á heimasíðu ÍRA.

Talið er víst blöðin hafi orðið viðskila þegar yfirfærsla var gerð fyrir fjórum árum í WordPress vefumsjónarkerfi, er skipt var út eldra kerfi (Confluence) þann 9. mars 2017.

Svo vel vildi til, að Brynjólfur Jónsson, TF5B sem var ritstjóri CQ TF á þessum tíma, átti þau enn í tölvunni hjá sér og gat sent félaginu frumritin sem á vantaði og voru þau sett inn á heimasíðuna í dag, þann 4. júlí. Blöðin sem um ræðir eru þessi:

1997–5. tbl.
1998–1. tbl
1998–2. tbl.
1998–3. tbl.
1998–4. tbl.
2004–5. tbl.

Sérstakar þakkir til til Vilhjálms Í. Sigurjónssonar, TF3VS sem annaðist verkefnið og til Brynjólfs Jónssonar, TF5B sem útvegaði frumritin.

Stjórn ÍRA.

Vefslóð:  http://www.ira.is/cq-tf/

.

.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

nine − 1 =