SUMAR OG VHF/UHF LEIKARNIR 2021
10. VHF/UHF leikarnir verða haldnir um helgina, 9.-11. júlí.
Þessi skemmtilegi viðburður hefst á föstudag kl. 18:00 og lýkur á sunnudag kl. 18:00.
Hrafnkell, TF8KY umsjónarmaður leikanna, býður okkur upp á sérstakan leikjavef þar sem sjá má m.a. reglur og leiðbeiningar. Vefslóð: http://leikar.ira.is/2021 Þar er hægt að skrá sig strax…þarf ekki að bíða fram á föstudag!
Og nú gilda sambönd um endurvarpa annað árið í röð, þannig að það QSO gegnum handstöð gefa spennandi möguleika.
Glæsilegir verðlaunagripir og viðurkenningarskjöl eru í boði. Hvetjum alla leyfishafa til að taka þátt..þótt menn hafi e.t.v. bara fáeinar klukkustundir aflögu. Sumarið er tíminn!
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!