,

TF3IRA í VHF/UHF LEIKUNUM

TF3IRA var QRV í VHF/UHF leikunum í dag, laugardag.

Mörg skemmtileg sambönd, m.a. við TF1OL á Kleifaheiði, beint á 145.500 MHz (FM). Fjarlægðin er 173 km. Styrkbreytingar voru á merkjum í báðar áttir. Aðrir töluðu einnig við Ólaf á föstudag beint á 2 metrum þegar hann var staddur á Látrabjargi. Einnig QSO við TF1MT beint á145.500 MHz (FM) í reit IPØ3AP. Fjarlægðin er 103 km. Einnig samband beint á sömu tíðni við TF3MT í reit IPØ3AP.

Menn eru sammála um, að innsetning endurvarpanna í fyrra komi ekki síður skemmtilega út í ár en þá. Þakkir til Hrafnkels, TF8KY fyrir góðan leikjavef.

Fyrir þá sem vilja nota pappírsdagbók, er Hrafnkell TF8KY með skráningarblað sem hægt er að prenta út, sjá vefslóðina: http://leikar.ira.is/2021/ og opnið texta þar sem skráningarblaðið er vistað með því að smella á “Sýna reglur“.

Félagsstöðin, TF3IRA, verður næst QRV frá Skeljanesi á sunnudag frá kl. 13:00.

Tökum þátt í leikunum…jafnvel þótt aðeins 1-2 klst. séu til ráðstöfunar!

Stjórn ÍRA.

Wilhelm Sigurðsson TF3AWS á hljóðnemanum frá félagsstöðinni TF3IRA í Skeljanesi 10. júlí.
Wilhelm Sigurðsson TF3AWS og Kristján Benediktsson TF3KB skoða upplýsingar á netinu um forritun á Yaesu VX5 handstöð Kristjáns sem hann ætlar að nota í VHF/UHF leikunum. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

one × four =