,

TF ÚTILEIKARNIR VERÐA UM HELGINA

TF útileikarnir 2021 fara fram um verslunarmannahelgina, 31. júlí til 2. ágúst næstkomandi.

Höfð eru sambönd á 160-10 metrum á tali og morsi (SSB og CW) – en áhersla er lögð á lægri böndin; 160m (t.d. 1845 kHz) 80m (t.d. 3637 kHz), 60m (t.d. 5363 kHz) og 40m (t.d. 7.120 kHz).

Samkvæmt samráði ÍRA við Fjarskiptastofu í dag, 27. júlí, er leyfishöfum veitt tímabundin heimild til að nota allt að 100W á 60 metra bandi í leikunum, án þess að þurfa að sækja sérstaklega um það til stofnunarinnar.

Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna, veitir allar upplýsingar: einar52hjágmail.com

Vefslóð á keppnisreglur: http://www.ira.is/tf-utileikar/ 
Vefslóð á heimasíðuna fyrir leikana: http://eik.klaki.net/cgi-bin/utileikar 
Vefslóð á erindi Einars um útileikana: http://eik.klaki.net/tmp/utileikar18.pdf

Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt!

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four × 2 =