ÁGÆT MÆTING Í SKELJANES.
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 5. ágúst.
Heldur minni mæting var en undir venjulegum kringumstæðum. Margir leyfishafar halda sé til hlés frá mannamótum þar sem Covid-19 faraldurinn hamlar með tilheyrandi grímuskyldu og fjarlægðarmörkum. Kaffiveitingar voru ekki í boði í félagsaðstöðunni.
Að venju höfðu menn um nóg að ræða, sækja kort til QSL stofu félagsins (og skila af sér kortum), auk þess sem radíódót á borðum í salnum gengur jafnt og þétt út.
Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A sagði okkur frá loftnetaframkvæmdum sem hann stendur í þessa dagana, auk þess sem hann lauk við stillingar og enduruppsetningu ICOM IC-7610 stöðvar TF3IRA eftir nýlega uppfærslu. Mikið var rætt um nýjar stöðvar (aðallega þó í dýrari kantinum) m.a. Elecraft K4 HF/50 MHz SDR stöðina og væntanlega arftaka Icom IC-7851 og Kenwood TS-990S stöðvanna (sem mikið er rætt um á netinu um þessar mundir). Menn ræddu einnig um Expert SunSDR MB1 Prime i7-7700T stöðina sem nýlega var uppfærð og fær góða dóma og Yaesu FTdx101D og “MP” stöðvarnar sem njóta mikilla vinsælda.
Ánægjulegt kvöld í Skeljanesi, alls 14 félagar og 1 gestur í húsi.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!